Keflavík vann frábæran sigur á KR í mögnuðum leik í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöld. Endurkomusigur eins og þeir gerast bestir. Til að toppa kvöldið þá fengu Keflvíkingar deildarmeistaratitilinn afhentan að leik loknum.
Félagið hafði ekki orðið deildarmeistari síðan 2008 og því mikil ánægja með leik kvöldsins.
Þá fékk karlalið félagsins í knattspyrnu loksins afhentan bikarinn fyrir að vinna Lengjudeild karla síðasta sumar. Það er vel við hæfi að liðið fagni honum svona rétt áður en liðið hefur leik í Pepsi Max-deildinni á morgun, sunnudag.
Keflavík mætir Víking klukkan 19.15 í Víkinni annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkra af leikmönnum Keflavíkur fagna bikarnum en þeir hafa þó ekki getað fagnað fram á rauða nótt þar alvaran hefst jú á morgun.
The 2020 Trophy Ceremony just a little delayed but nice to finally get out hands on it @NachoHeras @kpjwilliams7 @FcKeflavik pic.twitter.com/Qe8WRKtKNF
— Joey Gibbs (@JGIBBS10SBBIGJ) April 30, 2021