Háhýsi við Hamraborg Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 9. júní 2021 12:30 Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Miðflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar