Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2021 18:24 Tökur fara nú fram fyrir bresku þættina Top Gear við Hjörleifshöfða. Bylgjan Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. „Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“ Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira