Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira