Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. ágúst 2021 16:31 Afganir bíða þess þarna að komast upp í rútu eftir að hafa lent á Washington Dulles-flugvelli í Virginíu í Bandaríkjunum. Tækifærum til þess að komast frá Afganistan fer nú fækkandi. AP/Jose Luis Magana Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn. Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn.
Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16