Mbl.is segir tveir nemendur í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ séu smitaðir og á fjórða tug nemenda hafi verið sendir í sóttkví eða smitgát vegna þess. Í Hamraskóla í Grafarvogi séu fjórir smitaðir en ekki sé ljóst hversu margir þurfi í sóttkví.,
Þá séu fjórir nemendur smitaðir í Fellaskóla og einn í Vogaskóla. Sá síðastnefndi hafi ekki verið í skólanum á föstudag. Líklega þurfi aðeins nemendur sem eru með honum í 5. bekk að fara í sóttkví en ekki aðrir.