Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Arnar Atlason skrifar 6. september 2021 12:00 Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun