Sjálfbær orkuframtíð Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa 22. september 2021 12:31 „Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar