Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 20:40 Bingótölur hafa verið lesnar upp í Vinabær frá árinu 1990. Facebook/Bingó í Vinabæ Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi. Reykjavík Tímamót Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þann 28. febrúar næstkomandi verður bingó spilað í Vinabæ í allra síðasta sinn þar sem gengið hefur verið frá kaupum á húsnæðinu. Fyrsta bingókvöldið var haldið 26. febrúar árið 1982, að vísu ekki í Vinabæ, og því er tæplega fjögurra áratuga starfsemi að ljúka. Bingóið hefur verið haldið í Vinabæ frá 1990, í 32 ár. Þetta staðfestir Guðlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri bingósins, í samtali við Vísi og segir óneitanlega um slæm tíðindi fyrir bingóunnendur hér á landi að ræða. Ásókn ekki mikil undanfarið Hann segir ásókn í bingó ekki hafa verið mikla undanfarin ár. „En svo náttúrulega hefur kóvidið ekki hjálpað til, við höfum ekki mátt hafa opið og ekki hægt að hafa opið nema bara stundum.“ Guðlaugur segir engin áform vera uppi um að finna starfseminni nýtt heimili, ekki eins og staðan er í dag allavega. Síðustu bingókvöldin fara fram annað kvöld, 24. febrúar og svo loks 28. febrúar, ef veður leyfir. „Ef þú varst ein/einn af þeim sem var alltaf á leiðinni og ætlaðir alltaf að prufa þá er tækifærið næstu kvöld,“ segir í tilkynningu á vefsíðu bingósins í Vinabæ. Húsið opnar klukkan 17:30 og leikur hefst klukkan 19:15. Uppsett verð 290 milljónir Að því er segir í frétt Viðskiptablaðsins var uppsett verð á Skipholti 33, Vinabæ, 290 milljónir króna þegar það var sett á sölu í fyrra. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsnæðið er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Vinabæjar, sem rekin er af Bindindissamtökunum I.O.G.T. á Íslandi.
Reykjavík Tímamót Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira