„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. mars 2022 20:01 Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri segir daginn þann skemmtilegasta ársins. Stöð 2 Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“ Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“
Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira