Tárvot þrumuræða úkraínskrar blaðakonu vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2022 21:37 Boris Johnson gat lítið annað gert en að hlusta. Richard Pohle-Pool/Getty Images Daria Kaleniuk, úkraínskur blaðamaður, grátbað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um aukna aðstoð til að berjast gegn innrás Rússa í Úkraínu á blaðamannafundi í dag. Myndband af þrumuræðu hennar hefur vakið heimsathygli. Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira