Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2022 14:21 Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir stigu einn af öðrum í pontu Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. Þingamaður Pírata sagði Útlendingastofnun ítrekað hafa framið lögbrot. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Það var kurr í þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem mættu einn af öðrum í ræðustól Alþingis til að gagnrýna framgöngu dómsmálaráðherra og Útlendingastofnunar. „Það sem ég vil ítreka hér í dag er beiðni mín til hæstvirts forseta þingsins um að grípa inn í málið og tala fyrir hönd þingsins, gæta að virðingu þess og ég óska eftir svörum við því hvernig forseti hyggst bregðast við þessu valdaráni,“ sagði Arndís. Útlendingastofnun hefur látið hjá líða að veita allsherjar-og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Arndís bað þingheim um að velta því fyrir sér hvaða fordæmi málið setti. „Mig langar að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinni ekki lagaskyldum um að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskaparlögum. Mig langar bara að biðja háttvirta þingmenn um að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við sama hvað fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál,“ sagði Arndís. Í minnisblaði frá lagaskrifstofu Alþingis kemur fram að Útlendingastofnun sé skylt að svara beiðnum Alþingis um gögn vegna veitingar ríkisborgararéttar og það innan viku. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með Arndísi og bað forseta Alþingis um að bregðast við. „Þetta er ekki valkvætt. Útlendingastofnun skal útvega gögn frá lögreglu og skal veita umsögn. Það er ekkert val herra forseti þannig að nú þarf herra forseti að standa með þinginu og berja í borðið.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði framgöngu þessa forkastanlega. „Þetta er ekkert öðruvísi en neitt annað mál sem viðkemur eftirlitshlutverki þingsins og lagasetningu þingsins því þetta snýst nú einu sinni um að setja lög um ríkisborgararétt. Þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er lagasetning þingsins og að framkvæmdavaldið ætli að reyna að snúa út úr og segja „ nei, þetta varðar ekki eftirlitsskyldu þingsins og þar af leiðandi ætlum við ekki að láta ykkur fá gögnin“ er forkastanlegt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allherjar- og menntamálanefndar þingsins sagði að það væri langt seilst að væna Útlendingastofnun um lögbrot þegar málið snerist um að stofnunin sé of sein að veita umbeðin gögn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50