Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 10:27 Gosið var mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm. Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01