Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 14:53 Nokkur spenna virðist vera að færast í leikinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Vísir/Akureyri Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira