Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. maí 2022 20:46 Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Vísir Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“ Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“
Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16