Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera Brynja Dan Gunnarsdóttir og Valdimar Víðisson skrifa 5. maí 2022 08:02 Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Brynja Dan Gunnarsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Hafnarfjörður Valdimar Víðisson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar