Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 08:48 Kalush Orchestra gengu inn í höllina veifandi úkraínska fánanum í kvöld. Jens Büttner/Getty Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira