Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 08:48 Kalush Orchestra gengu inn í höllina veifandi úkraínska fánanum í kvöld. Jens Büttner/Getty Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira