Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum.

Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Náma íslenskra gullgrafara í Grænlandi er verðmætari en fyrri rannsóknir gáfu til kynna. Við heyrum í forstjóra Amaroq Minerals sem hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Heildarsöluverðmæti gullsins í námunni hljóðar nú upp á áttatíu milljarða en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist þar.

Þá kynnum við okkur starfsemi Ljóssins sem hefur hrint af stað nýrri herferð og safnar fyrir stærra húsnæði og förum yfir ræðu sem Rússlandsforseti flutti á ráðstefnu í morgun.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×