Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 09:59 Gunnlaugur A. Júlíusson var sveitarstjóri Borgarbyggðar á árunum 2016 til 2019 og stefndi sveitarfélaginu árið 2020. Vísir/Vilhelm/Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25