Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 20:31 Jónína Einarsdóttir er leikskólastjóri á Stakkaborg. sigurjón ólason Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“ Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“
Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20