Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:51 Isla Bryson, áður Adam Graham á leið sinni að dómstól í Glasgow. Andrew Milligan/PA Images via Getty Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum. Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum.
Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira