Enski boltinn

Dag­ný og stöllur sáu aldrei til sólar gegn Eng­lands­meisturunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í leik gegn Chelsea.
Dagný Brynjarsdóttir í leik gegn Chelsea. Steve Bardens/Getty Images

West Ham United fékk Chelsea í heimsókn í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Hamranna sem áttu aldrei viðreisnar von en Chelsea vann leikinn 7-0.

Sam Kerr kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu og setti það tóninn fyrir leikinn. Þegar flautað var til hálfleiks var Kerr kominn með þrennu og Francesca Kirby einnig búinn að lauma inn einu marki, staðan þá 4-0 Chelsea í vil.

Lauren James bætti fimmta marki Chelsea við, Kerr því sjötta – og sínu fjórða áður en Guro Reiten skoraði sjöunda og síðasta mark leiksins þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka.

Lokatölur 7-0 og þar með ljóst að Chelsea mætir Arsenal í úrslitum enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×