Innlent

Á­tján vilja verða dag­skrár­stjóri Rásar 1

Bjarki Sigurðsson skrifar
Matthías Tryggvi Haraldsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Lára Ómarsdóttir eru meðal umsækjenda.
Matthías Tryggvi Haraldsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Lára Ómarsdóttir eru meðal umsækjenda. Vísir/Vilhelm

Átján sóttu um að verða næsti dagskrárstjóri Rásar 1. Þröstur Helgason sagði upp störfum í byrjun febrúar en hann hafði gegnt starfinu í nærri níu ár. 

Meðal umsækjenda eru systkinin Lára Ómarsdóttir og Þorfinnur Ómarsson. Lára hætti nýlega sem samskiptastjóri hjá fjárfestingafyrirtækinu Aztiq en þar hafði hún verið í tvö ár. Áður en hún starfaði hjá Astiq var hún fréttamaður og dagskrárgerðarkona, lengst af hjá RÚV.

María Björk Ingvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri N4, sækir um stöðuna en N4 óskaði nýlega eftir gjaldþrotaskiptum.

Fleiri reynsluboltar úr heimi fjölmiðla eru meðal umsækjenda, Fanney Birna Jónsdóttir sem stýrði Silfrinu um nokkurt skeið, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, RÚV, Morgunblaðinu og fleiri miðlum, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem var um árabil í sjónvarpi, bæði sem fréttamaður og þáttastjórnandi.

Umsækjendur eru eftirfarandi:

Ásgrímur Geir Logason – Leikari og leikstjóri

Fanney Birna Jónsdóttir – Lögfræðingur og blaðamaður

Guðni Tómasson – Dagskrárgerðarmaður og framleiðandi

Gunnar Karel Másson – Tónskáld

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir – Blaðamaður

Hjálmar Hjálmarsson – Framleiðandi og leikari

Jón Hjörtur Sigurðarson – Vefsíðugerð og netmarkaðssetning

Júlía Margrét Einarsdóttir – Verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona

Lára Magnúsdóttir – Sagnfræðingur og rithöfundur

Lára Ómarsdóttir – Fv. samskiptastjóri

Magnús Lyngdal Magnússon – Sérfræðingur

María Björk Ingvadóttir – Fv. framkvæmdastjóri

Matthías Tryggvi Haraldsson – Texta- og hugmyndasmiður

Óli Valur Pétursson – Fjölmiðla- og boðskiptafræðingur

Þorfinnur Ómarsson – Upplýsinga- og samskiptastjóri

Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og ritstjóri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×