Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 10:32 Vegagerðin segir mikilvægt að ákvörðunarvaldið um hámarkshraða liggi hjá stofnuninni. Vísir/Egill Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira