Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómari hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti á Selfossi í fyrradag. Mennirnir verða í gæsluvarðhaldi til 5. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB er lokið. Eftir hádegi skýrist hvort af verkfalli verði í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma. 

Sprengingar ómuðu í höfuðborg Súdan snemma í morgun þrátt fyrir vopnahlé. Ekkert lát virðist vera á átökunum sem hófust fyrir tveimur vikum milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. 

Þá fjöllum við um Bakgarðshlaupið svokallaða og barnamarkað sem forseti Íslands hefur boðað komu sína á. Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×