Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 13:11 Formaður VR segir að staðan eigi eftir að versna og hvetur fólk því til að mótmæla. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða. „Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira