Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 5. júní 2023 18:30 „Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun