Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2023 13:01 Frá gámasvæðinu í Árborg. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14. Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14.
Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27