„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 23:00 Rútan og sendiferðabíllinn voru komin ansi nálægt og allt í hnút þar til Kristján mætti. Kristján Söebeck Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“ Umferð Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“
Umferð Reykjavík Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira