Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum verður rætt við náttúruvárfræðing sem segir allt benda til þess að gosið við Litla-Hrút sé að líða undir lok. 

Mögulega eru síðustu forvöð fyrir fólk að sjá gosið með eigin augum um helgina. 

Þá verður rætt við haffræðing um hlýnun sjávar en óæskilegt met féll í vikunni þegar meðalhiti heimshafanna fór í rúmar tuttugu gráður. 

Einnig verður rætt við skipuleggjendur Hinsegin daga sem hefjast eftir helgi og þá verður staðan tekin á Akureyringum sem undirbúa Verslunarmannahelgina af krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×