Orkuvinnsla og samfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 10:01 Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun