Farsímabann í skólum. Siðfár eða raunverulegur vandi Óttar Birgisson skrifar 14. ágúst 2023 08:30 Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar