Roskosmos, rússneska geimferðastofnunin, tilkynnti í gær að hún hefði misst samband við Luna-25 skömmu eftir að bilun kom upp í farinu, skömmu fyrir áætlaða lendingu.
„Farið færðist inn í ófyrirséðan sporbaug og hætti að vera til eftir árekstur við yfirborð tunglsins,“ segir í tilkynningu Roskomos.
Luna -25 átti að lenda á suðurpól tunglsins þann 21. ágúst. Samkvæmt fréttastofunni Reuters hafa Rússar verið í kappi við Indverja, sem hyggjast lenda tunglfarinu Chandrayaan-3 í vikunni. Þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar sýnt tunglinu mikinn áhuga að undanförnu.