Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:08 Sumir eru ósáttir með ákvörðun Svandísar en aðrir segja hana nauðsynlegt skref. Vísir/Vilhelm Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki. Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki.
Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira