Það gerðist þó í kvöldfréttum Channel Four í gær. Þar sást nefnilega stuðningsmaður Arsenal og starfsmaður Channel Four fagna sigri Arsenal sem óður væri á meðan Ciaran Jenkins las fréttirnar.
Can you spot the Arsenal fan in the Channel 4 Newsroom? https://t.co/lO3VANm94l
— Ciaran Jenkins (@C4Ciaran) September 3, 2023
Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Arsenal skoraði tvö mörk í uppbótartíma, fyrst Declan Rice og svo Gabriel Jesus. Leikar á Emirates fóru 3-1.
Eftir sigurinn er Arsenal með tíu stig í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.