Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2023 10:29 „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“ Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira