Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2023 10:29 „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“ Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira