Skipstjórar þurfa ekki að gefa upp staðsetningu frekar en þeir vilja Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 07:46 Hvalur 8 og 9 í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn. Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni. Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni.
Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira