Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vilhelm

Í hádegisfréttum fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þingfundur hófst í morgun á óundirbúnum fyrirspurnum. 

Þar gagnrýndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra harðlega og sakaði hann hana um að hafa beitt ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum, eins og hann orðaði það. 

Þá fjöllum við um hvalveiðarnar umdeildu en forstjóri Hvals segist vonast til að Hvalur 8 nái að uppfylla skilyrði fyrir því að halda á ný til veiða í dag.

Einnig er rætt við aðstoðar seðlabankastjóra um netöryggismál hér á landi og þá segjum við frá nýju kerfi sem von er á í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli sem á að stytta biðraðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×