Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 11:26 Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun. Vísir Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. „Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21