Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 09:10 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Einar/Arnar Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum. Í bréfinu er minnst á tvo dóma sem hafa fallið í héraði á undanförnum mánuðum þar sem fullorðnir menn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun en dæmdir fyrir að hafa samræði við táningsstúlkur. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í nóvember fyrrverandi starfmann grunnskóla í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað samræði við fimmtán ára stúlku. Hún var nemandi í níunda bekk skólans þar sem maðurinn starfaði. Ekki var fallist á að um nauðgun væri að ræða. Í desember hlaut 23 ára karlmaður tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára, en dómurinn féllst ekki á að um nauðgun væri að ræða. „Verður ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. Er ekkert slíkt fram komið í þessu máli, svo haldbært sé,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Umboðsmaður barna vísar til þessara orða í bréfi sínu til dómsmálaráðherra og segir það setja vafasamt fordæmi ef dómari meti hvort barn hafi veitt samþykki. Jafnframt hafi slíkt slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi barn. „Bendir umboðsmaður á að sú umgjörð sem hér er fyrir hendi, þar sem það fellur í hlut dómara að leggja mat á það hvort barn hafi í raun og veru gefið samþykki sitt fyrir kynmökum við fullorðin einstakling eða hvort barnið hafi verið til þess bært, setur ekki aðeins vafasamt fordæmi til framtíðar, heldur getur það einnig haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir barnið sem í hlut á.“ Umboðsmaður segir áríðandi að dómsmálaráðuneytið taki viðkomandi lagaákvæði almennra hegningarlaga til endurskoðunar. Tekið er fram að víða í Evrópu sé fjallað um aldur barna í tilliti til samþykkis. Og að í Norðurlöndunum hafi verið litið svo á að börn undir ákveðnum aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum. Hins vegar sé ekki gert greinarmunur á börnum og fullorðnum hvað varðar samþykki í íslenskum hegningarlögum. Umboðsmaður fullyrðir að ljóst að réttaróvissa ríki um það hvenær börn ná þeim aldri að geta veitt samþykki sitt fyrir kynmökum. Ísland sé eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað þetta varðar. Í bréfi umboðsmanns er rakið hvernig fyrirkomulagið sé á hinum norðurlöndunum: „Í Svíþjóð er ekki gert ráð fyrir því að börn undir 15 ára aldri geti veitt samþykki sitt og skilgreina sænsk hegningarlög því samræði við barn yngra en 15 ára sem nauðgun. Finnsk hegningarlög byggjast á samskonar nálgun og er þar miðað við 16 ára aldur. Í Noregi er gert ráð fyrir 14 ára aldri og á ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. við um börn á aldrinum 14-16 ára. Í Danmörku er ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. þar sem fram kemur að refsivert sé að hafa samræði við börn undir 15 ára aldri. Þó telst það vera nauðgun ef barn er yngra en 12 ára, eða ef sakborningur hefur náð 22 ára aldri og barn er yngra en 15 ára. Líkt og hér á landi gera önnur Norðurlönd þó ráð fyrir svokölluðu „Rómeó- og Júlíu“ ákvæði þar sem lækka má refsingu eða láta hana niður falla, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi og leggur umboðsmaður barna til að það haldist óbreytt.“ Líkt og áður segir vill Umboðsmaður barna meina að breytingar þurfi á íslenskum hegningarlögum þar sem lágmarksaldur til samþykkis er skilgreindur. Þá óskar umboðsmaður eftir því að stofnuninni verði haldið upplýstri með gang mála. Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í bréfinu er minnst á tvo dóma sem hafa fallið í héraði á undanförnum mánuðum þar sem fullorðnir menn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun en dæmdir fyrir að hafa samræði við táningsstúlkur. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í nóvember fyrrverandi starfmann grunnskóla í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað samræði við fimmtán ára stúlku. Hún var nemandi í níunda bekk skólans þar sem maðurinn starfaði. Ekki var fallist á að um nauðgun væri að ræða. Í desember hlaut 23 ára karlmaður tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára, en dómurinn féllst ekki á að um nauðgun væri að ræða. „Verður ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. Er ekkert slíkt fram komið í þessu máli, svo haldbært sé,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Umboðsmaður barna vísar til þessara orða í bréfi sínu til dómsmálaráðherra og segir það setja vafasamt fordæmi ef dómari meti hvort barn hafi veitt samþykki. Jafnframt hafi slíkt slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi barn. „Bendir umboðsmaður á að sú umgjörð sem hér er fyrir hendi, þar sem það fellur í hlut dómara að leggja mat á það hvort barn hafi í raun og veru gefið samþykki sitt fyrir kynmökum við fullorðin einstakling eða hvort barnið hafi verið til þess bært, setur ekki aðeins vafasamt fordæmi til framtíðar, heldur getur það einnig haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir barnið sem í hlut á.“ Umboðsmaður segir áríðandi að dómsmálaráðuneytið taki viðkomandi lagaákvæði almennra hegningarlaga til endurskoðunar. Tekið er fram að víða í Evrópu sé fjallað um aldur barna í tilliti til samþykkis. Og að í Norðurlöndunum hafi verið litið svo á að börn undir ákveðnum aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum. Hins vegar sé ekki gert greinarmunur á börnum og fullorðnum hvað varðar samþykki í íslenskum hegningarlögum. Umboðsmaður fullyrðir að ljóst að réttaróvissa ríki um það hvenær börn ná þeim aldri að geta veitt samþykki sitt fyrir kynmökum. Ísland sé eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað þetta varðar. Í bréfi umboðsmanns er rakið hvernig fyrirkomulagið sé á hinum norðurlöndunum: „Í Svíþjóð er ekki gert ráð fyrir því að börn undir 15 ára aldri geti veitt samþykki sitt og skilgreina sænsk hegningarlög því samræði við barn yngra en 15 ára sem nauðgun. Finnsk hegningarlög byggjast á samskonar nálgun og er þar miðað við 16 ára aldur. Í Noregi er gert ráð fyrir 14 ára aldri og á ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. við um börn á aldrinum 14-16 ára. Í Danmörku er ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. þar sem fram kemur að refsivert sé að hafa samræði við börn undir 15 ára aldri. Þó telst það vera nauðgun ef barn er yngra en 12 ára, eða ef sakborningur hefur náð 22 ára aldri og barn er yngra en 15 ára. Líkt og hér á landi gera önnur Norðurlönd þó ráð fyrir svokölluðu „Rómeó- og Júlíu“ ákvæði þar sem lækka má refsingu eða láta hana niður falla, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi og leggur umboðsmaður barna til að það haldist óbreytt.“ Líkt og áður segir vill Umboðsmaður barna meina að breytingar þurfi á íslenskum hegningarlögum þar sem lágmarksaldur til samþykkis er skilgreindur. Þá óskar umboðsmaður eftir því að stofnuninni verði haldið upplýstri með gang mála.
Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira