Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:23 David Jakoby sænskur hakkari (t.v.) fær aðstoð fréttamanns við tölvuinnbrot. Innslagið er að finna í spilaranum neðar í fréttinni. Skjáskot Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir. Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir.
Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira