„Vitum ekkert hvað við erum að gera“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. apríl 2024 08:32 „Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins. Spurður hvort þingmenn kynntu sér regluverkið frá Evrópusambandinu sem tekið væri upp í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og næðu alveg utan um það allt sagði Brynjar: „Nei, nei nei. Auðvitað vitum við ekkert hvað við erum að gera, fæst okkar held ég.“ Skilaboðin væru einfaldlega þau að þetta væri regluverkið sem þingmenn ættu að innleiða. Á þeim forsendum færi það í gegnum þingið. „Það eru alls konar hlutir í þessum samningi [EES] sem ég hef aldrei skilið af hverju við þurfum að fara eftir regluverki þeirra [ESB] með. Mér finnst það ekki einu sinni tengjast þessum innri markaði í raun,“ sagði Brynjar enn fremur með vísan til íþyngjandi regluverks í gegnum EES-samninginn fyrir bæði atvinnulífið og almenning. „Það er svo dýrt, aðgöngumiðinn að þessum innri markaði er rándýr fyrir okkur.“ „Það er alltaf gengið lengra og lengra“ Málið var einnig til umræðu í þættinum Þingvöllum á K100 11. nóvember 2018 þar sem Brynjar sagði: „Þetta er vandinn við þennan samning [EES]. Það sem gerist alltaf er að það er alltaf gengið lengra og lengra. Framsalið á valdinu verður alltaf meira og meira. Þá er spurningin: Eigum við alltaf að teygja okkur lengra í þessa átt eða eigum við að spyrna niður fæti og segja: „Þetta er orðið eitthvað of mikið“?“ Frá því að þessi orð voru látin falla er ljóst að staðan hefur gert lítið annað en að versna. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað hér á landi á undanförnum árum bæði um auknar kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum til stofnana Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, bæði beint og óbeint, sem og upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki frá sambandinu. Þá ekki sízt innan atvinnulífsins. Hafa verður í huga að regluverk Evrópusambandsins er eðli málsins samkvæmt hugsað fyrir milljóna- og tugmilljónaþjóðir og stjórnsýslur í samræmi við það. Engu að síður þykir ófáum í margfalt fjölmennari Evrópuríkjum en Íslandi nóg um þróunina, bæði fulltrúum atvinnulífsins og hins opinbera, en íþyngjandi regluverk frá sambandinu á stóran þátt í því að draga úr samkeppnishæfni þeirra. Getum ekki einfaldað regluverk frá ESB „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið, sagði Sigríður Mogensen, formaður ráðgjafarnefndar EFTA, fyrr á þessu ári í samtali við Viðskiptablaðið og skírskotaði þar einkum til íþyngjandi regluverks. Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir hérlent atvinnulíf kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í minnihluta tilvika. Fyrir vikið hafa aðgerðir stjórnvalda á liðnum árum til þess að einfalda regluverk aðeins snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember. Ógerningur að ímynda sér flækjustigið „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að það væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram hjá Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Full ástæða er til þess að leggja við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta í vaxandi mæli undan sífellt meira íþyngjandi regluverki í gegnum EES-samninginn heldur einnig fulltrúar hins opinbera. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur sem ólíkt EES-samningnum felur ekki í sér vaxandi upptöku íþyngjandi regluverks og framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins. Spurður hvort þingmenn kynntu sér regluverkið frá Evrópusambandinu sem tekið væri upp í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og næðu alveg utan um það allt sagði Brynjar: „Nei, nei nei. Auðvitað vitum við ekkert hvað við erum að gera, fæst okkar held ég.“ Skilaboðin væru einfaldlega þau að þetta væri regluverkið sem þingmenn ættu að innleiða. Á þeim forsendum færi það í gegnum þingið. „Það eru alls konar hlutir í þessum samningi [EES] sem ég hef aldrei skilið af hverju við þurfum að fara eftir regluverki þeirra [ESB] með. Mér finnst það ekki einu sinni tengjast þessum innri markaði í raun,“ sagði Brynjar enn fremur með vísan til íþyngjandi regluverks í gegnum EES-samninginn fyrir bæði atvinnulífið og almenning. „Það er svo dýrt, aðgöngumiðinn að þessum innri markaði er rándýr fyrir okkur.“ „Það er alltaf gengið lengra og lengra“ Málið var einnig til umræðu í þættinum Þingvöllum á K100 11. nóvember 2018 þar sem Brynjar sagði: „Þetta er vandinn við þennan samning [EES]. Það sem gerist alltaf er að það er alltaf gengið lengra og lengra. Framsalið á valdinu verður alltaf meira og meira. Þá er spurningin: Eigum við alltaf að teygja okkur lengra í þessa átt eða eigum við að spyrna niður fæti og segja: „Þetta er orðið eitthvað of mikið“?“ Frá því að þessi orð voru látin falla er ljóst að staðan hefur gert lítið annað en að versna. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað hér á landi á undanförnum árum bæði um auknar kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum til stofnana Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, bæði beint og óbeint, sem og upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki frá sambandinu. Þá ekki sízt innan atvinnulífsins. Hafa verður í huga að regluverk Evrópusambandsins er eðli málsins samkvæmt hugsað fyrir milljóna- og tugmilljónaþjóðir og stjórnsýslur í samræmi við það. Engu að síður þykir ófáum í margfalt fjölmennari Evrópuríkjum en Íslandi nóg um þróunina, bæði fulltrúum atvinnulífsins og hins opinbera, en íþyngjandi regluverk frá sambandinu á stóran þátt í því að draga úr samkeppnishæfni þeirra. Getum ekki einfaldað regluverk frá ESB „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið, sagði Sigríður Mogensen, formaður ráðgjafarnefndar EFTA, fyrr á þessu ári í samtali við Viðskiptablaðið og skírskotaði þar einkum til íþyngjandi regluverks. Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir hérlent atvinnulíf kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í minnihluta tilvika. Fyrir vikið hafa aðgerðir stjórnvalda á liðnum árum til þess að einfalda regluverk aðeins snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember. Ógerningur að ímynda sér flækjustigið „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að það væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram hjá Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Full ástæða er til þess að leggja við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta í vaxandi mæli undan sífellt meira íþyngjandi regluverki í gegnum EES-samninginn heldur einnig fulltrúar hins opinbera. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur sem ólíkt EES-samningnum felur ekki í sér vaxandi upptöku íþyngjandi regluverks og framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun