Kroos mun einbeita sér að þjálfun og hlaðvarpshaldi eftir EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 23:32 Toni Kroos lék sinn síðasta heimaleik fyrir Real Madríd á dögunum en hann leggur skóna á hilluna eftir EM í sumar. EPA-EFE/Javier Lizon Toni Kroos mun áfram búa í Madríd eftir að hann leggur skóna á hilluna og starfa sem ungmennaþjálfari. Kroos tilkynnti fyrir stuttu að fótboltaferill hans væri á enda. Tíðindin voru mjög óvænt þar sem hann er enn einn besti miðjumaður heims og fagnaði nýlega sínum sjötta Meistaradeildartitli. Hann greindi svo frá sínum næstu skrefum í viðtali við þýska fjölmiðilinn Kicker. „Ég mun áfram halda úti hlaðvarpi með bróður mínum, Felix. Svo mun ég halda áfram akademíustörfum fyrir unga fótboltamenn í Madríd. Það er alveg á hreinu að ég mun setja fjölskylduna í forgang og ekki ferðast eins mikið og ég gerði sem leikmaður.“ Kroos mun spila með Þýskalandi á EM í sumar og hætta svo störfum sem fótboltamaður. Hann kveður leikinn sem einn sigursælasti leikmaður sögunnar og sama hvernig fer í sumar gengur hann burt sem goðsögn. „Ég vil að fólk muni eftir mér svona, sem 34 ára gamall Toni Kroos sem var að ljúka stórkostlegu tímabili hjá Real. Ég tek því sem hrósi að fólki finnist ákvörðunin of snemmbær. Fólk hefur skoðanir en ég styðst við staðreyndir,“ sagði Kroos að lokum. Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Kroos tilkynnti fyrir stuttu að fótboltaferill hans væri á enda. Tíðindin voru mjög óvænt þar sem hann er enn einn besti miðjumaður heims og fagnaði nýlega sínum sjötta Meistaradeildartitli. Hann greindi svo frá sínum næstu skrefum í viðtali við þýska fjölmiðilinn Kicker. „Ég mun áfram halda úti hlaðvarpi með bróður mínum, Felix. Svo mun ég halda áfram akademíustörfum fyrir unga fótboltamenn í Madríd. Það er alveg á hreinu að ég mun setja fjölskylduna í forgang og ekki ferðast eins mikið og ég gerði sem leikmaður.“ Kroos mun spila með Þýskalandi á EM í sumar og hætta svo störfum sem fótboltamaður. Hann kveður leikinn sem einn sigursælasti leikmaður sögunnar og sama hvernig fer í sumar gengur hann burt sem goðsögn. „Ég vil að fólk muni eftir mér svona, sem 34 ára gamall Toni Kroos sem var að ljúka stórkostlegu tímabili hjá Real. Ég tek því sem hrósi að fólki finnist ákvörðunin of snemmbær. Fólk hefur skoðanir en ég styðst við staðreyndir,“ sagði Kroos að lokum.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira