Muni styrkja bæinn og starfsemi skólans gríðarlega Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 13:20 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir/Bjarki Í dag var undirritað samkomulag um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Með samkomulaginu er fjármagn til byggingar nýs skóla tryggt og hægt að fara í útboð á framkvæmdum og hönnun skólans. Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira