Kom að heimilinu í ljósum logum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 10:00 20. júlí síðastliðinn líður Helgu seint úr minni. Samsett Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst. Hryllileg sjón Helga og yngstu börnin hennar tvo fluttu fyrr á árinu í gamalt sumarhús í Mosfellsdal. „Þetta átti að vera nýja heimilið okkar. Þegar bruninn varð þá vorum við rétt svo nýbyrjuð að gera upp húsið; skipta um glugga, einangrun og þess háttar. Planið var að taka þetta svona í skref fyrir skref á næstu árum.“ Að kvöldi 20. júlí síðastliðinn var Helga á leiðinni heim úr vinnu á Þingvölllum og stefndi heim í Mosfellsdalinn. „Klukkan var orðin frekar margt en við ætluðum að fá okkur gott að borða í kvöldmat þannig að ég ákvað að hringja heim og biðja um að kveikt væri á grillinu svo það væri hægt að byrja að baka kartöflur, og þær yrðu þá tilbúnar á skikkanlegum tíma. Stuttu síðar hringir yngri sonur minn í mig og tilkynnir mér að það sé kviknað í. Ég ætlaði ekki að trúa þessu; ég hélt að þetta væri einhver lélegur brandari. En svo fara nágrannarnir að hringja hver af öðrum, sögðust hafa séð reyk og mér var sagt að það væri búið að hringja á slökkviliðið. Þau höfðu auðvitað séð það strax að þetta var ekki bara einhver brenna úti í garði heldur eitthvað miklu verra. Ég steig auðvitað bensínið í botn og hraðaði mér heim eins fljótt og ég gat.“ Það var vægast sagt hryllileg sjón sem blasti við Helgu þegar heim var komið. „Þegar ég nálgaðist sá ég reykjamökkinn þar sem hann stóð upp úr húsinu og nágrannarnir komu hlaupandi. Ég hljóp upp að húsinu og hélt í augnablik, án djóks, að ég gæti bara slökkt í eldinum. En svo sá ég að grillið og veggurinn á bakvið voru alelda, og sonur minn stóð grátandi fyrir utan. Eldurinn var búinn að læsa sig í vegginn, var kominn undir þakskeggið og byrjaður að dreifa sér þar og raflagnirnar voru allar bráðnaðar. Skömmu seinna sprakk glugginn.“ Eldurinn náði að læsa sig í þakskeggið á húsinu og lagði það undir sig.Aðsend Klökk yfir hjálpseminni Hús Helgu var byggt á fimmta áratug seinustu aldar og þá var tjörupappi notaður sem vind-og vatnsvörn undir klæðningunni. Hefði eldurinn náð að læsa sig í tjörupappann hefði húsið „fuðrað upp eins og á áramótabrennu“ eins og Helga orðar það. Það munaði því ekki nema örfáum sekúndum að eldurinn næði að læsa sig í allt, líkt og slökkviðliðsmenn tjáðu henni. Starfsmenn Sjóva tjáðu Helgu síðar meira að líklega kviknað hefði í út frá fitu sem lá í bakka undir grillinu. „Semsagt bakkanum undir grillinu sem tekur við fitunni sem lekur af kjötinu og safnar því upp. Það getur skapað eldhættu. Þeir sögðu að þeir væru að fá mörg útköll á viku þar sem kviknað hefur í út frá þessum fitubökkum.“ Eins og sjá má er tjónið gífurlegt.Aðsend Grillið var að sögn Helgu á palli fyrir utan útidyrahurðina, í skjóli upp við vegginn. Á dögunum birti hún opna færslu á facebook þar sem hún biðlaði til fólks að hafa útigrill ekki of nálægt húsinu, eða of nálægt neinu sem gæti brunnið. Grill Helgu var að hennar sögn með trefjaplastkút sem ekki er jafn hættulegur og járnkútur ef það kemur upp opinn eldur í þessu tilfelli. Hún bendir á það skipti miklu máli, og sömuleiðis sé mikilvægt að þrífa grill reglulega. Helga segir slökkviliðið, og aðra viðbragðsaðila eiga mikið hrós skilið. „Slökkviliðsmennirnir voru svo ótrúlega snöggir og gerðu þetta svo vel, og lögreglan var líka frábær. Starfsmenn Sjóvá komu strax daginn eftir og voru einstaklega liðlegir og lausnamiðaðir. Maður hefur heyrt misgóðar góðar sögur af samskiptum fólk við tryggingafélög en ég hef ekkert nema gott um þá að segja,“ segir Helga jafnframt og bætir við að í þessum aðstæðum komi það sér svo sannarlega vel að vera vel að vera vel tryggður. „Við vorum alveg gripin í þessum aðstæðum. Og ég verð eiginlega bara klökk þegar ég hugsa um alla þá sem hafa verið boðnir og búnir til að hjálpa okkur, ekki bara fjölskylda og vinir, heldur líka nágrannar og aðrir sem maður er ekkert í miklum samskiptum við dagsdaglega. Það er svo ótrúlega mikilvægt í þessum aðstæðum, þegar maður er svona ringlaður og hræddur.“ Aðspurð um innbúið segir Helga að sumt hafi eyðilagst, annað ekki. Sumt sé hægt að bæta annað, ekki. „En þegar allt kemur til alls þá eru þetta dauðir hlutir.“ Ekkert í boði nema að halda áfram Hún segir erfitt að lýsa tilfinningunni að horfa upp á húsið sitt brenna nánast til að kaldra kola. „Þetta situr ofboðslega fast í manni. Núna um verslunarmannahelgina síðustu var til dæmis rosalega erfitt að sjá brennur og finna lyktina af reyknum. Það eru margir búnir að segja við mig að ég komist nú alveg í gegnum þetta: „Þú ert svo sterk, ef einhver getur þetta þá ert það þú!“ En sannleikurinn er nú samt sá að ég er oft búin að sitja ein og skæla yfir þessu öllu saman. Ofan á þetta bærist svo við kvíði varðandi framtíðina. En maður verður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði. Einblína á það sem er hægt að laga. Það verður erfitt, en það er hægt.“ Helga kveðst óendanlega þakklát fyrir að hvorki hún né börnin hennar hafi verið inni í húsinu á meðan bruninn varð. Heimiliskötturinn forðaði sér burtu í tæka tíð og óttast var um afdrif hans í nokkra daga. Hann sneri þó aftur heim að lokum, heill á húfi. Helga hefur notið aðstoð góðra vina undanfarnar vikur og hafin er enduruppbygging á heimilinu.Aðsend „Og ég finn líka fyrir svo miklu þakklæti fyrir allri samstöðunni og hlýjunni sem ég fann frá fólkinu sem kom til að styðja okkur.“ Að sögn Helgu hafa vinir hennar veitt henni ómælda aðstoð við að endurbyggja heimili fjölskyldunnar. Af skiljanlegum ástæðum ætlar hún að leggja áherslu á það í enduruppbyggingu hússins að allar brunavarnir séu í toppstandi. Það verður brunaútgangur á öllum gluggum og gifst og steinull í öllum veggjum. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að tæma og rífa, við erum núna komin með veggi og þak og erum að rífa upp gólfin, sem urðu fyrir miklum vatnsskemmdum. Það er langt ferli sem er framundan, það er langt í land en þetta mun takast.“ Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Hryllileg sjón Helga og yngstu börnin hennar tvo fluttu fyrr á árinu í gamalt sumarhús í Mosfellsdal. „Þetta átti að vera nýja heimilið okkar. Þegar bruninn varð þá vorum við rétt svo nýbyrjuð að gera upp húsið; skipta um glugga, einangrun og þess háttar. Planið var að taka þetta svona í skref fyrir skref á næstu árum.“ Að kvöldi 20. júlí síðastliðinn var Helga á leiðinni heim úr vinnu á Þingvölllum og stefndi heim í Mosfellsdalinn. „Klukkan var orðin frekar margt en við ætluðum að fá okkur gott að borða í kvöldmat þannig að ég ákvað að hringja heim og biðja um að kveikt væri á grillinu svo það væri hægt að byrja að baka kartöflur, og þær yrðu þá tilbúnar á skikkanlegum tíma. Stuttu síðar hringir yngri sonur minn í mig og tilkynnir mér að það sé kviknað í. Ég ætlaði ekki að trúa þessu; ég hélt að þetta væri einhver lélegur brandari. En svo fara nágrannarnir að hringja hver af öðrum, sögðust hafa séð reyk og mér var sagt að það væri búið að hringja á slökkviliðið. Þau höfðu auðvitað séð það strax að þetta var ekki bara einhver brenna úti í garði heldur eitthvað miklu verra. Ég steig auðvitað bensínið í botn og hraðaði mér heim eins fljótt og ég gat.“ Það var vægast sagt hryllileg sjón sem blasti við Helgu þegar heim var komið. „Þegar ég nálgaðist sá ég reykjamökkinn þar sem hann stóð upp úr húsinu og nágrannarnir komu hlaupandi. Ég hljóp upp að húsinu og hélt í augnablik, án djóks, að ég gæti bara slökkt í eldinum. En svo sá ég að grillið og veggurinn á bakvið voru alelda, og sonur minn stóð grátandi fyrir utan. Eldurinn var búinn að læsa sig í vegginn, var kominn undir þakskeggið og byrjaður að dreifa sér þar og raflagnirnar voru allar bráðnaðar. Skömmu seinna sprakk glugginn.“ Eldurinn náði að læsa sig í þakskeggið á húsinu og lagði það undir sig.Aðsend Klökk yfir hjálpseminni Hús Helgu var byggt á fimmta áratug seinustu aldar og þá var tjörupappi notaður sem vind-og vatnsvörn undir klæðningunni. Hefði eldurinn náð að læsa sig í tjörupappann hefði húsið „fuðrað upp eins og á áramótabrennu“ eins og Helga orðar það. Það munaði því ekki nema örfáum sekúndum að eldurinn næði að læsa sig í allt, líkt og slökkviðliðsmenn tjáðu henni. Starfsmenn Sjóva tjáðu Helgu síðar meira að líklega kviknað hefði í út frá fitu sem lá í bakka undir grillinu. „Semsagt bakkanum undir grillinu sem tekur við fitunni sem lekur af kjötinu og safnar því upp. Það getur skapað eldhættu. Þeir sögðu að þeir væru að fá mörg útköll á viku þar sem kviknað hefur í út frá þessum fitubökkum.“ Eins og sjá má er tjónið gífurlegt.Aðsend Grillið var að sögn Helgu á palli fyrir utan útidyrahurðina, í skjóli upp við vegginn. Á dögunum birti hún opna færslu á facebook þar sem hún biðlaði til fólks að hafa útigrill ekki of nálægt húsinu, eða of nálægt neinu sem gæti brunnið. Grill Helgu var að hennar sögn með trefjaplastkút sem ekki er jafn hættulegur og járnkútur ef það kemur upp opinn eldur í þessu tilfelli. Hún bendir á það skipti miklu máli, og sömuleiðis sé mikilvægt að þrífa grill reglulega. Helga segir slökkviliðið, og aðra viðbragðsaðila eiga mikið hrós skilið. „Slökkviliðsmennirnir voru svo ótrúlega snöggir og gerðu þetta svo vel, og lögreglan var líka frábær. Starfsmenn Sjóvá komu strax daginn eftir og voru einstaklega liðlegir og lausnamiðaðir. Maður hefur heyrt misgóðar góðar sögur af samskiptum fólk við tryggingafélög en ég hef ekkert nema gott um þá að segja,“ segir Helga jafnframt og bætir við að í þessum aðstæðum komi það sér svo sannarlega vel að vera vel að vera vel tryggður. „Við vorum alveg gripin í þessum aðstæðum. Og ég verð eiginlega bara klökk þegar ég hugsa um alla þá sem hafa verið boðnir og búnir til að hjálpa okkur, ekki bara fjölskylda og vinir, heldur líka nágrannar og aðrir sem maður er ekkert í miklum samskiptum við dagsdaglega. Það er svo ótrúlega mikilvægt í þessum aðstæðum, þegar maður er svona ringlaður og hræddur.“ Aðspurð um innbúið segir Helga að sumt hafi eyðilagst, annað ekki. Sumt sé hægt að bæta annað, ekki. „En þegar allt kemur til alls þá eru þetta dauðir hlutir.“ Ekkert í boði nema að halda áfram Hún segir erfitt að lýsa tilfinningunni að horfa upp á húsið sitt brenna nánast til að kaldra kola. „Þetta situr ofboðslega fast í manni. Núna um verslunarmannahelgina síðustu var til dæmis rosalega erfitt að sjá brennur og finna lyktina af reyknum. Það eru margir búnir að segja við mig að ég komist nú alveg í gegnum þetta: „Þú ert svo sterk, ef einhver getur þetta þá ert það þú!“ En sannleikurinn er nú samt sá að ég er oft búin að sitja ein og skæla yfir þessu öllu saman. Ofan á þetta bærist svo við kvíði varðandi framtíðina. En maður verður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði. Einblína á það sem er hægt að laga. Það verður erfitt, en það er hægt.“ Helga kveðst óendanlega þakklát fyrir að hvorki hún né börnin hennar hafi verið inni í húsinu á meðan bruninn varð. Heimiliskötturinn forðaði sér burtu í tæka tíð og óttast var um afdrif hans í nokkra daga. Hann sneri þó aftur heim að lokum, heill á húfi. Helga hefur notið aðstoð góðra vina undanfarnar vikur og hafin er enduruppbygging á heimilinu.Aðsend „Og ég finn líka fyrir svo miklu þakklæti fyrir allri samstöðunni og hlýjunni sem ég fann frá fólkinu sem kom til að styðja okkur.“ Að sögn Helgu hafa vinir hennar veitt henni ómælda aðstoð við að endurbyggja heimili fjölskyldunnar. Af skiljanlegum ástæðum ætlar hún að leggja áherslu á það í enduruppbyggingu hússins að allar brunavarnir séu í toppstandi. Það verður brunaútgangur á öllum gluggum og gifst og steinull í öllum veggjum. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að tæma og rífa, við erum núna komin með veggi og þak og erum að rífa upp gólfin, sem urðu fyrir miklum vatnsskemmdum. Það er langt ferli sem er framundan, það er langt í land en þetta mun takast.“
Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira