Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2024 15:35 Skilaboð þessa mótmælenda eru skýr. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. „Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
„Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira