Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 16:06 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er mótfallinn innrás í Líbanon en fregnir hafa borist af því að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka hann. EPA/ABIR SULTAN Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira