Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem Ísraelsher staðfestir innrásina.
בהתאם להחלטת הדרג המדיני, צה״ל החל לפני מספר שעות בפעולה קרקעית ממוקדת ומתוחמת במרחב דרום לבנון נגד יעדי ותשתיות טרור של ארגון הטרור חיזבאללה, במספר כפרים סמוכים לגבול, מהם נשקף איום מיידי וממשי ליישובים ישראלים בגבול הצפון>>
— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) September 30, 2024
Innrás hersins hefur vofað yfir í allan dag og virðist nú vera hafin. Umfang árásarinnar er þó ekki enn alveg vitað og mun sennilega byggjast á áhlaupum sem þessum frekar en allsherjarinnrás.
Vafalaust mun herinn mæta töluverðrir andspyrnu því þrátt fyrir að Ísraelum hafi tekist að fella fjölda leiðtoga Hezbollah þá búa samtökin yfir tugum þúsunda vopnaðra hermanna.
Gríðarlegur fjöldi fallið í loftárásum
Ísraelsher hóf loftárásir á sunnanverða Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrr í kvöld. Íbúar þriggja hverfa í borginni voru beðnir að yfirgefa heimili sín og hófust loftárásirnar í kjölfarið.
Fleiri en þúsund manns hafa látist í loftárásum Ísraela á Líbanon á undanförnum tveimur vikum og segja yfirvöld þar í landi að hátt í milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín.
AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah á þessu tímabili.