Enn rafmagnslaust á Kúbu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 08:45 Milljónir hafa verið rafmagnslaus frá því á föstudag. Vísir/EPA Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli. Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Seint í gær var svo gerð önnur tilraun án árangurs. Milljónir manna eru því enn rafmagnslaus og hafa verið það í nærri þrjá daga. Í frétt Reuters um málið er vísað í tilkynningu frá orkumálaráðherra landsins í samskiptaforritinu Telegram þar sem hann sagði verkefnið flókið en að það væri verið að vinna í að koma rafmagni aftur á. Það hefði orðið bilun í vestari hluta kerfisins og rafmagni slegið út aftur, þar með talið í höfuðborginni Havana. Þá segir enn fremur í frétt Reuters að rafmagnsleysið komi á erfiðum tíma. Íbúar landsins búi nú þegar við töluverðan matar-, lyfja- og eldsneytisskort. Fréttamenn miðilsins hafi orðið vitni að tveimur mótmælafundum vegna rafmagnsleysisins. Annar hafi verið haldinn í Marianao og hinn í hverfi í Havana. Lítil internet umferð mælist frá landinu en vegna rafmagnsleysisins reynist fólki erfitt að hlaða tæki sín. Í tilkynningu frá Netblocks, sem halda utan um netnotkun í heiminum, kom fram að eyjan væri mestmegnis internetlaus. Víðtækur eldsneytisskortur Í fréttinni kemur fram að síðustu daga og vikur hafi yfirvöld reglulega þurft að senda starfsfólk stofnanna og kennara heim til að varðveita eldsneyti og orku. Rafmagnsleysi hefur þannig verið nokkuð reglulegt undanfarið og varað í jafnvel 10 til 20 klukkustundir í senn. Yfirvöld hafa kennt lélegum innviðum, skorti á eldsneyti og meiri eftirspurn um. Þá hafi fellibylurinn Milton einnig haft áhrif. Erfitt hefur verið að fá eldsneyti til landsins á sama tíma og Venesúela, Rússland og Mexíkó hafa minnkað útflutning til Kúbu. Frá Venesúela kemur helmingi minna en áður sem hefur leitt til þess að yfirvöld hafa þurft að leita á dýrari markaði. Þá kenna kúbversk yfirvöld einnig bandaríska viðskiptabanninu um auk viðskiptahafta sem voru sett á í stjórnartíð Donald Trump. Bandaríkin segjast ekki eiga neinn hlut að máli.
Kúba Orkumál Tengdar fréttir Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. 19. október 2024 13:36