Geir Örn lést á Stuðlum Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 10:59 Geir Örn var aðeins sautján ára þegar hann lést. Vísir/einar Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum. Greint er frá andláti Geirs Arnar, Geira, í viðtali við Jón K. Jacobsen, föður hans, í Heimildinni. Haft er eftir Jóni að barátta hans við kerfið við að halda syni sínum á lífi sé nú orðin barátta við að halda minningu Geirs Arnar á lofti. Sagði betrun litla sem enga Þeir feðgar stigu fram í viðtali á Stöð 2 tveimur dögum fyrir andlát Geirs Arnar í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um stöðuna á Stuðlum, sem sögð hefur verið hættuleg vegna álags. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Hafi ekki verið látinn vita Í Heimildinni er haft eftir Jóni að hann hafi ekki vitað af því að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést, enginn hafi látið hann vita af því. Geir Örn var í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen höfðu báðir glímt við fíknivanda.Vísir/Einar Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum.“ Barnavernd ávallt látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir í samtali við Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hafi heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast sé það Barnavernd sem gerir það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd sé í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sjái um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti kveðst Ólöf Ásta ekki mega tjá sig um einstök mál. Börn og uppeldi Fíkn Reykjavík Málefni Stuðla Meðferðarheimili Tengdar fréttir „Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. 17. október 2024 19:57 Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu. 21. október 2024 13:43 Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08 Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. 20. október 2024 11:38 Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Greint er frá andláti Geirs Arnar, Geira, í viðtali við Jón K. Jacobsen, föður hans, í Heimildinni. Haft er eftir Jóni að barátta hans við kerfið við að halda syni sínum á lífi sé nú orðin barátta við að halda minningu Geirs Arnar á lofti. Sagði betrun litla sem enga Þeir feðgar stigu fram í viðtali á Stöð 2 tveimur dögum fyrir andlát Geirs Arnar í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um stöðuna á Stuðlum, sem sögð hefur verið hættuleg vegna álags. Geir Örn hafði þá verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla og sagði betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallaði úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í þau sextán skipti sem Geir Örn var vistaður á Stuðlum á einu ári var hann alltaf í svokallaðri neyðarvistun. Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Á vef Barna og fjölskyldustofu, sem rekur Stuðla, segir að markmið neyðarvistunar sé að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur. Einungis barnaverndarnefndir hafi heimild til að vista á neyðarvistun. Í starfsemi neyðarvistunar sé lögð áhersla á umhyggju fyrir skjólstæðingum og að tryggja öryggi þeirra. Starfsmenn neyðarvistunar leitist við að sýna vinalegt viðmót og gera vistina eins góða og aðstæður leyfa. Engin meðferð er veitt í neyðarvistun en hún fer fram á meðferðardeild Stuðla. Stuðningsheimili Stuðla stendur þeim til boða sem hafa lokið meðferð. Hafi ekki verið látinn vita Í Heimildinni er haft eftir Jóni að hann hafi ekki vitað af því að Geir Örn hefði verið vistaður á Stuðlum í aðdraganda þess að hann lést, enginn hafi látið hann vita af því. Geir Örn var í neyðarvistun á Stuðlum þegar hann lést. Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen höfðu báðir glímt við fíknivanda.Vísir/Einar Jón segist hafa fengið símtal frá barnavernd snemma að morgni laugardags og honum hafi verið tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum.“ Barnavernd ávallt látin vita Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir í samtali við Vísi að bæði Barnavernd og lögregla hafi heimild til þess að vista börn í neyðarvistun á Stuðlum. Langoftast sé það Barnavernd sem gerir það en í einstökum tilvikum lögreglan. Barnavernd sé í öllu falli látin vita af neyðarvistun og hún sjái um að tilkynna forráðamönnum um vistun. Að öðru leyti kveðst Ólöf Ásta ekki mega tjá sig um einstök mál.
Börn og uppeldi Fíkn Reykjavík Málefni Stuðla Meðferðarheimili Tengdar fréttir „Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. 17. október 2024 19:57 Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu. 21. október 2024 13:43 Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08 Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. 20. október 2024 11:38 Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. 17. október 2024 19:57
Gaf sig fram við lögreglu blautur og kaldur eftir tvo daga á vergangi Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu. 21. október 2024 13:43
Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20. október 2024 22:08
Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. 20. október 2024 11:38
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent